Átti ekki að stökkva aftur

Hulda Þorsteinsdóttir er efnilegur stangarstökkvari.
Hulda Þorsteinsdóttir er efnilegur stangarstökkvari. www.irsida.is

Frjálsíþróttakonan Hulda Þorsteinsdóttir úr ÍR stökk á dögunum yfir 4,30 metra innanhúss í stangarstökki á innanfélagsmóti ÍR-inga í Laugardalshöll.

Stökkið hjá henni er aðeins 20 sentimetrum frá lágmarki á HM innanhúss í Kína í haust og á Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári. Hulda er að snúa til baka á keppnisvöllinn eftir gríðarlega erfið meiðsli sem hún varð fyrir á öxl árið 2012 þegar hún var á fimleikaæfingu en þar fór hún illa úr axlarlið. Hulda hóf æfingar að nýju í lok mars á þessu ári og er komin í gang.

Haustið 2012 fór hún í aðgerð og skilaboðin fyrir hana meðan á endurhæfingunni stóð voru einföld: „Þú ert ekkert að fara í stangarstökk aftur. Þú átt bara að hugsa um að geta teygt þig upp í bókahillu og náð í bók án þess að fara úr axlarlið. Ég átti því ekki að hugsa um stangarstökk í endurhæfingunni,“ sagði Hulda þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hennar í gær. „Það tók nokkra mánuði að byrja bara að ná að snúa hendinni út og ennþá fleiri mánuði að lyfta henni upp,“ sagði Hulda.

Sjá allt viðtalið við Huldu í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert