Öruggt hjá Djokovic

Novak Djokovic vann nokkuð örugglega í dag.
Novak Djokovic vann nokkuð örugglega í dag. AFP

Novak Djokovic, ríkjandi meistari á Wimbledon-mótinu í tennis, sigraði Jarkko Nieminen nokkuð örugglega á Centre Court vellinum í dag, en Djokovic vann öll settin.

Serbneski spilarinn var nokkuð öflugur í dag, en hitinn hafði þó sín áhrif á báða spilara. Það var 34 stiga hiti í dag, en þrátt fyrir hitabylgjuna þá tókst Djokovic að vinna öll þrjú settin (6-4, 6-2 og 6-3).

Hann mætir því Bernard Tomic, sem er í 27. sæti heimslistans, í þriðju umferð mótsins, en þess má einnig geta að búlgarski spilarinn, Grigor Dimitrov, sem komst í undanúrslit mótsins í fyrra, vann bandaríska kappann, Steve Johnson.

„Það er gott að hafa ekki eytt of miklum tíma í þessum hita. Ég er ánægður með spilamennsku mína í heildina og ég virðist þá vera að komast í gott form,“ sagði Djokovic.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert