Ætla að komast yfir þetta

Krister Blær Jónsson horfir á rána.
Krister Blær Jónsson horfir á rána. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég er í rosalega góðu líkamlegu formi en get ekki stokkið. Það er bara hausinn og ég þarf að treysta stönginni aftur.“

Þetta segir stangarstökkvarinn Krister Blær Jónsson við Morgunblaðið, en hann hefur lítið sem ekkert keppt í sinni aðalgrein eftir að stöng brotnaði undan honum í Evrópubikarkeppni landsliða í Búlgaríu í síðasta mánuði.

Krister var líklegur til afreka á Meistaramóti Íslands um síðustu helgi, en keppti ekki. Hann felldi einnig byrjunarhæð á Evrópumeistaramóti unglinga skömmu eftir atvikið, sem hann segir að hafi haft sín áhrif og það taki tíma að koma til baka og treysta stönginni á ný.

Sjá viðtal við Krister Blæ í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert