Fyrst allra kvenna til að þjálfa í NFL

Jen Welter.
Jen Welter. Twitter

Blað var brotið í sögu bandarísku NFL-deildarinnar í dag, en Arizona Cardinals boðaði til blaðamannafundar til að tilkynna ráðningu á Jen Welter, en hún er fyrst allra kvenna til að þjálfa í deildinni.

Jen Welter, sem er 37 ára gömul, lék í áraraðir í atvinnumennsku í bandarískum ruðning, en fyrr á árinu komst hún í fréttirnar er hún var fyrst allra kvenna til þess að þjálfa bandarískan ruðning innanhúss.

Þar var hún í þjálfarateymi Texas Revolution, en hún hefur ákveðið að færa sig um set og brjóta annað blað í sögunni. Hún verður fyrsta konan til þess að þjálfa í NFL-deildinni, en hún verður aðstoðarþjálfari í æfingabúðum á undirbúningstímabilinu þar sem hún mun sjá um að þjálfa varnarmenn Cardinals.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert