Engin bikarkeppni á 50 ára afmælinu

Það er ljóst að ÍR-ingar munu ekki verja titil sinn …
Það er ljóst að ÍR-ingar munu ekki verja titil sinn í bikarkeppni FRÍ í ár. Ljósmynd / heimasíða ÍR

Stjórn frjálsíþróttasambands Íslands, FRÍ, hefur ákveðið að Bikarkeppni FRí verði ekki haldin á þessu ári eins og fyrirhugað var. Það verður því engin bikarkeppni á 50 ára afmælisári keppninnar. Þess í stað verður haldið öflugra frjálsíþróttamót sem frjálsíþróttamenn úr öllum félögum geta öðlast þátttökurétt

<br/><br/>

Mótið verður haldið á Laugardalvelli dagana 7.- 8. ágúst,  sömu daga og fyrirhugað var að halda Bikarkeppni FRÍ.  Ákvörðun þessi er tekin í samráði við þau félög sem höfðu tilkynnt þátttöku í Bikarkeppninni í gær ( ÍR og FH) og einhugur er um það meðal forsvarsmanna félaganna, að skapa meiri tækifæri fyrir íþróttamenn til þátttöku í keppni um bikarhelgina en Bikarkeppni FRí getur veitt.

<br/><br/>

Þetta kemur fram kemur í tilkynningu sem FRÍ sendi frá sér. Fram kemur í sömu tilkynningu að vilji stendur til þess hjá félögum að taka reglur Bikarkeppninnar til endurskoðunar í haust og mæta undirbúin til næsta þings með tillögur að breyttum reglum fyrir spennandi keppnina.

Sjá:

<strong><a href="/sport/frettir/2015/07/31/raeda_breytt_fyrirkomulag/" target="_self">Ræða breytt fyrirkomulag</a></strong>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert