Landsliðsþjálfarinn áfram í Mosfellsbænum

Rogerio Ponticelli mun áfram þjálfa karla- og kvennalið Aftureldingar í …
Rogerio Ponticelli mun áfram þjálfa karla- og kvennalið Aftureldingar í blaki. mbl.is / Þórður Arnar Þórðarson

Blakdeild Aftureldingar hefur endurnýjað samning sinn við Brasilíumanninn Rogerio Ponticelli sem þjálfara bæði karla- og kvennaliðs félagsins. Rogerio Ponticelli mun þjálfa alla hópa hjá deildinni allt frá 3.flokki stúlkna og pilta og upp úr og þar með talin úrvalsdeildarlið félagsins í karla-og kvennaflokki segir í tilkynningu frá blakdeild Aftureldingar.

Enn fremur segir í tilkynningunni að Eduardo Berenguer Herrero hafi verið ráðin Rogerio Ponticelli til aðstoðar. Eduardo kemur frá Spáni og er með þjálfaragráðu 3 í blaki og hefur starfað við þjálfun þar í landi bæði í hefðbundnu blaki sem og í strandblaki. Ásamt því að aðstoða Rogerio Ponticelli við þjálfun allra hópa þá mun Eduardo einnig spila með karlaliði Aftureldingar.

Þá hefur hefur blakdeild Aftureldingar einnig samið við Emil Gunnarsson um styrktarþjálfun úrvalsdeildaliða karla og kvenna á undirbúningstímabilinu.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert