Egill og Logi keppa í Berlín um helgina

Logi Haraldsson, blár, keppir í Berlín um helgina.
Logi Haraldsson, blár, keppir í Berlín um helgina. Ljósmynd/jsi.is

Þeir Egill Blöndal og Logi Haraldsson eru á leið á eitt stærsta júdómót í Evrópu sem fram fer í Berlín um helgina, Junior European Judo Cup.

Keppendur eru yfir 500 talsins og koma frá öllum heimsálfum og 35 þjóðum. Til merkis um styrkleika mótsins mæta Rússar með 4 keppendur í öllum flokkum bæði karla og kvenna.

Þeir Egill og Logi hafa verið í æfingabúðum í Gerlev í Danmörku þar sem meðal þjálfara var Jeon Ki Young frá Kóreu, þrefaldur heimsmeistari og gullverðlaunahafi frá Ólympíuleikum. Þeir munu keppa í Berlín á morgun, sunnudag, og verður Gísli Vilborgarson þeim til aðstoðar. Egill keppir í -90 kg flokki og Logi í -81 kg flokki, en hann keppti á dögunum á móti í Prag þar sem hann varð í þrettánda sæti af 42 keppendum. yrkill@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert