Góðir möguleikar á Ólympíulágmörkum í Kazan

Anton Sveinn McKee er einn af þremur Íslendingum sem komst …
Anton Sveinn McKee er einn af þremur Íslendingum sem komst inn á Alágmarki á HM í Rússlandi. Hann á góðan möguleika á að ná í Ól-lágmark. mbl.is/Golli

Fimm Íslendingar verða á meðal keppenda á heimsmeistaramótinu í sundi sem fram fer í Kazan í Rússlandi dagana 24. júlí til 16. ágúst.

Keppendur Íslands eru þau Anton Sveinn McKee, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Jóhanna Gerða Gústafsdóttir úr Ægi, Bryndís Rún Hansen úr Óðni og Hrafnhildur Lúthersdóttir úr Sundfélagi Hafnarfjarðar. Fyrsti keppnisdagur íslensku keppendanna er á sunnudag.

Nokkrir af íslensku keppendunum komust inn á A-lágmarki og þar má ætla að þau fari inn í úrslit í sínum greinum. A-lágmarki fyrir mótið náði Hrafnhildur Lúthersdóttir í 100 og 200 metra bringusundi, Eygló Ósk Gústafsdóttir í 200 metra baksundi og Anton Sveinn McKee í 200 metra bringusundi.

Sjá forspjall um HM í sundi í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert