Langbesta hlaup Anítu í ár

Aníta Hinriksdóttir.
Aníta Hinriksdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Aníta Hinriksdóttir náði í gær sínum langbesta árangri í 800 metra hlaupi á þessu ár þegar hún varð í öðru sæti á sterku móti í Belgíu.

Aníta hljóp á 2:01,10 mínútum og komst nær Íslandsmeti sínu, 2:00,49 mínútur, en hún hefur gert í langan tíma. Metið setti hún í Mannheim fyrir rúmum tveimur árum.

Hún var aðeins 10/100 úr sekúndu frá lágmarkinu fyrir heimsmeistaramótið í Peking sem er haldið síðar í þessum mánuði, en lágmarkið er 2:01,00 mínútur. Sama tíma þarf Aníta að ná til að komast á Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert