Alþjóða Ólympíunefndin heitir aðgerðum

Tatyana Chernova var dæmd í tveggja ára bann fyrir lyfjamisnotkun …
Tatyana Chernova var dæmd í tveggja ára bann fyrir lyfjamisnotkun í byrjun ársins. Ljósmynd / Getty images

Forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar, Thomas Bach, hefur tjáð sig um innihald skýrslu um lyfjamisnotkun frjálsíþróttamanna sem opinberuð var í gær og fjallað var um hér á mbl.is í gær. Bach segir að íþróttamönnum verði ekki veitt nein miskunn verði þeir uppvísir af lyfjamisnotkun á Ólympíuleikum. 

Sunday Times opinberaði í gær gögn úr lyfjaprófum <span>5.000 </span> frjálsíþróttamanna sem sýnir fram á umtalsverða lyfjamisnotkun í frjálsíþróttaheiminum undanfarna tvo áratugi. <span>Blóðprufurnar sem voru andlag rannsóknarinnar voru 12.000 talsins og eru frá árabilinu 2001 til 2012. </span>Gögnin eiga rætur sínar að rekja til Alþjóða frjálsíþróttasambandsins og láku til fjölmiðla í síðustu viku.

<h3>Alþjóða ólympíunefndin mun ekki sýna miskunn</h3>

Bach hafði eftirfarandi um málið að segja í samtali við BBC: „Á þessum tímapunkti höfum ekkert meira en ásakanir undir höndum og við verðum að virða rétt íþróttamanna til þess að teljast saklausir uns sekt þeirra er sönnuð“ 

„Ef það koma upp mál þar sem verðlaunahafar á Ólympíuleikum reynast vera með ólögleg efni í blóði verða tekið á þeim málum af fullri hörku af hálfu Alþjóða ólympíunefndarinnar. Þá mun Alþjóða ólympíunefnin fylgja verkferlum sínum og gæta þess að íþróttamenn fylgi þeim lögum og reglum sem gilda.“ sagði Thomas Bach í samtali við BBC.

Sjálfstæð og óháð rannsóknarnefnd á vegum Alþjóða lyfjaeftirlitið mun rannsaka þær ásakanir sem fram koma í skýrslunni. 

Alþjóða frjálsíþróttasambandið kveðst framkvæma um það bil 3.500 blóðprufur á hverju ári bæði á mótum og utan móta til þess að reyna að uppræta lyfjamisnotkun sé hún til staðar.

Sebastian Coe sem sækist eftir því að vera forseti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins þegar kosið veðrur um nýjan forseta á 50. ársþingi sambandsins í Peking dagana 19. og 20. ágúst segir að tekið yrði á ásökunum um lyfjamisnotkun með skýrum hætti nái hann kjöri. 

Dick Pound, fyrrum formaður Alþjóða lyfjaeftirlitsins, segir í samtali við BBC að frjálsíþróttamenn séu í afar vondum málum ef ásakanir þær sem fram koma í skýrslunni eru á rökum reistar. 

Núverandi formaður Alþjóða lyfjaeftirlitsins, Sir Craig Reedie, segir að sambandið sé verulega brugðið við þær fregnir sem hafa borist um innihald skýrslunnar þegar BBC náði í skottið á honum. 

Fráfarandi forseti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins segir í samtali við BBV að ásakanir sem hafa verið bornar á sambandið hafi vanrækt það að sinna lyfjaeftirlit af nægilegum krafti séu hlægilegar. 

Fordæmi fyrir sviptingu verðlauna

Alþjóða ólympíunefnd hefur heimild til þess að svipta íþróttamönnum verðlaunum sínum ef sannað þykir að þeir hafi verið undir áhrifum ólöglegra lyfja þegar þeir ná árangri sínum. Auk þess getur yfirvöld á sviði íþróttamála hjá hverri þjóð fyrir sig gert slíkt hið sama.

Árið 2007 var Marion Jones svipt þeim fimm verðlaunum sem hún hafði unnið á Sumarólympíuleikunum árið 2000 sem fram fóru í Sidney í Ástralíu eftir að hún játaði að hafa innbyrt ólögleg lyf.

Tatyana Chernova var í ársbyrjun dæmd í tveggja ára bann frá þátttöku í frjálsum íþróttum eftir að hafa verið fundin sek um lyfjamisnotkun og fyrir liggur beiðni frá Ennis-Hill um að henni verði veitt gullverðlaun þau sem Chernova vann á Heimsmeistaramótinu árið 2011

Nýlega var svo karlalið Bandaríkjanna svipt verðlaunum sem sveitin vann í 4*100 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í London árið 2012 vegna lyfjamisnotkunar Tyson Gay, eins hlaupara sveitarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert