Egill og Logi kepptu í Berlín

Logi Haraldsson, blár, keppti í Berlín um helgina.
Logi Haraldsson, blár, keppti í Berlín um helgina. Ljósmynd/jsi.is

Þeir Egill Blöndal og Logi Haraldsson kepptu um helgina á einu stærsta júdómóti Evrópu sem haldið var í Berlín, Junior European Judo Cup.

Logi tapaði gegn sterkum þýskum keppanda á tai-otoshi, en sá þýski endaði í 9. sæti í -81 kg flokknum. Egill tapaði gegn Mikhail Igolnikov frá Rússlandi, en hann stóð að lokum uppi sem öruggur sigurvegari í -90 kg flokknum, en sá er margfaldur Evrópumeistari U18 og silfurhafi frá síðasta heimsmeistaramóti. Egill tapaði svo uppreisnarviðureign gegn Johannes Pacher.

Keppendur voru yfir 500 talsins frá öllum heimsálfum og 35 þjóðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert