„Var við það að fá hjartaáfall“

Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér dag í úrslit Heimsmeistaramótrins í 100 …
Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér dag í úrslit Heimsmeistaramótrins í 100 metra bring­u­sundi fyrst íslenskra sundkvenna. mbl.is / Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Eins og greint hefur verið frá á mbl.is varð Hrafnhildur Lúthersdóttir í dag fyrst íslenskra sundkvenna til þess að komast í úr­slit á heims­meist­ara­móti í 50 metra laug, en Hrafn­hild­ur hef­ur einnig kom­ist í úr­slit á HM í 25 metra laug. Hrafnhildur var að vonum alsæl í viðtali sem birt var á fésbókarsíðu íslenska landsliðsins í sundi. 

„Þetta var alveg ótrúlegt. Mér leið ekki alveg jafn vel fyrir þetta sund og í morgun. Þetta var mjög tæpt. Ég beið með hjartað í buxunum eftir úrslitunum eftir því að sjá hvort að ég kæmist inn í úrslitin. Svo sá ég að ég væri í áttunda sæti. Þetta er geðveikt og ég er ótrúlega ánægð.“

„Núna get ég hvílt mig fyrri partinn a morgun og vonandi get ég gert enn betur í úrslitunum annað kvöld.“

Hrafnhildur keppir til úrslita í 100 metra bring­u­sund á morgun, þriðjudag, nánar til tekið klukkan 16.17. 

Sjá: Hrafnhildur keppir fyrst kvenna til úrslita á HM

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert