Skrefi á eftir svindlurum

Spretthlauparinn Justin Gatlin er í hópi þekktra íþróttamanna sem fallið …
Spretthlauparinn Justin Gatlin er í hópi þekktra íþróttamanna sem fallið hafa á lyfjaprófi í gegnum tíðina. AFP

„Það kemur mér ekkert á óvart að lyfjamisnotkun sé í gangi en umfangið kom mér dálítið á óvart. Þó á margt eftir að koma í ljós og menn hafa verið varkárir í yfirlýsingum vegna þess að þetta eru gömul sýni. Mörg þeirra ná aftur til 2001 en greiningaraðferðir hafa skánað frá þeim tíma, sem gæti útskýrt ákveðinn hluta af þessum niðurstöðum,“ sagði Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ, við Morgunblaðið í gær.

Yfir 800 grunaðir

Um helgina tilkynntu enska blaðið The Sunday Times og þýska sjónvarpsstöðin ARD/WRD frá því að þau hefðu undir höndum gögn sem sýndu fram á gríðarlega lyfjamisnotkun margs af fremsta frjálsíþróttafólki heims.

Miðlarnir hafa fengið aðgang að 12.000 lyfjaprófum úr 5.000 íþróttamönnum á árunum 2001-2012. Lyfjaprófin voru endurskoðuð í sérstakri rannsókn á vegum IAAF, Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, og var niðurstöðunum lekið til ofangreindra fjölmiðla. Í ljós kom að lyfjamisnotkun var mun meira vandamál en áður var haldið, en fleiri en 800 umræddra íþróttamanna skiluðu af sér vafasömum sýnum.

Mun útbreiddari en áætlað var

„Ef misnotkunin reynist vera svo mikil er hún mun útbreiddari en menn áætluðu á þeim tíma. Það kemur svolítið á óvart að það hafi þá farið framhjá eftirlitinu í allan þennan tíma,“ sagði Skúli.

Nánar er rætt við Skúla í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert