Aníta er algjörlega komin á kortið

Aníta Hinriksdóttir.
Aníta Hinriksdóttir. mbl./Árni Sæberg

„Hún lagði sig alla fram og er komin á stóra sviðið á heimsmeistaramóti, þar sem hún er að standa undir væntingum. Það vantaði í rauninni bara herslumuninn til að komast áfram,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu Hinriksdóttur, þegar Morgunblaðið heyrði í honum í Peking í gær.

Aníta hljóp í undanrásum 800 metra hlaups kvenna í fyrsta sinn á heimsmeistaramóti fullorðinna og kom í mark á besta tíma sínum í ár, 2:01,01 mínútu, og átti 20. besta tíma 45 keppenda.

„Miðað við útfærsluna hljóp hún eins og við settum upp, að vera vel með hópnum og reyna að vera með honum síðustu 200 metrana. Við höfum reynt að vinna í því að geta svarað á endasprettinum og ég held það verði að segja að maður geti verið sáttur. Hún er kannski svekktust með það að fá ekki að sýna sig aftur,“ sagði Gunnar Páll og telur Anítu hafa sýnt framfarir nú seinni hluta sumars eftir að hafa glímt við meiðsli og erfiðar aðstæður á mótum fyrri partinn.

Sjá allt viðtalið við þjálfara Anítu í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert