Brynjar Bergmann til Esju

Brynjar Bergmann í landsleik.
Brynjar Bergmann í landsleik. Ómar Óskarsson

Nýjasta íshokkílið landsins, Esja á Kjalarnesi, hefur fengið drjúgan liðsstyrk fyrir átökin í vetur. Landsliðsmaðurinn Brynjar Bergmann er einn fimm leikmanna sem skipt hafa yfir í Esju úr Birninum. Þá hefur Esja einnig fengið Andra Frey Sverrisson úr SA auk leikmanns frá Úkraínu, Konstantins Sharapov. Esja hafnaði í 4. og neðsta sæti deildarinnar á sínu fyrsta tímabili síðasta vetur en deildin var nokkuð jöfn. Í herbúðum Esju virðast menn ætla sér stærri hluti í vetur, en fyrir eru nokkrir landsliðsmenn í leikmannahópnum. Hinn reyndi Daniel Kolar, sem leikið hefur bæði með SR og Birninum hérlendis, verður einnig með Esju í vetur.

Við þetta má bæta að Björn Róbert Sigurðarson, sem síðustu tvo vetur hefur spilað í Bandaríkjunum, er einnig skráður í Esju sem stendur. Björn gæti þó átt eftir að finna sér félag erlendis og óvíst að hann verði með Esju á Íslandsmótinu.

Íslandsmeistararnir í SA missa ekki einungis Andra í Esju heldur er Ingólfur Elíasson genginn í raðir SR. Akureyringar hafa á hinn bóginn fengið til sín finnskan þjálfara, Jussi Sipponen að nafni, sem leysir Richard Eirík Tahtinen af hólmi.

SR missir erlendu leikmennina tvo frá síðasta tímabili en hefur í þeirra stað fengið tvo Slóvaka, Milan Mach og Michal Danko.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert