Sveinbjörn tapaði á ippon á HM

Sveinbjörn Iura, hvítklæddur, og Þór Davíðsson.
Sveinbjörn Iura, hvítklæddur, og Þór Davíðsson. Árni Sæberg

Sveinbjörn Iura keppti í gær á heimsmeistaramótinu í júdó í -81 kg flokki. Um er að ræða langfjölmennasta þyngdarflokkinn á HM í Kasakstan þar sem alls 76 keppendur tóku þátt.

Sveinbjörn mætti Saidchamol Alimardonov frá Tadsjikistan í 1. umferð og varð að sætta sig við tap. Alimardonov vann á ippon þegar um 20 sekúndur voru eftir af glímutímanum. Hann varð svo að sætta sig við tap í næstu umferð gegn keppanda frá Ungverjalandi.

Japaninn Takanori Nagase varð heimsmeistari með sigri á Loic Pietri frá Frakklandi í úrslitum.

Sveinbjörn var eini fulltrúi Íslands á HM, en Þormóður Jónsson varð að hætta við keppni vegna meiðsla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert