Aldrei vitað annað eins

Ásdís Hjálmsdóttir.
Ásdís Hjálmsdóttir. mbl.is/Kristinn

„Ég ætlaði mér að gera miklu betur en þetta og var tilbúin að kasta langt, svo að það var svekkjandi að hitta ekki á það,“ sagði spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir þegar Morgunblaðið heyrði í henni í Peking í gær. Hún var þá úr leik á heimsmeistaramótinu og komst ekki í úrslit, en hún kastaði lengst 56,72 metra, sem er nokkuð frá hennar besta. Hún náði því í fyrsta kasti en gerði næstu tvö ógild þar sem þau voru styttri.

„Ég var hissa á þessu en óheppin að hitta ekki á það. En þetta er það sem gerir spjótið áhugavert, maður veit aldrei. Þetta voru bara þrjú köst og það þarf allt að ganga upp og því miður gerðist það ekki hjá mér núna. Ég hef aldrei verið jafn tilbúin og síðustu daga og sjaldan liðið betur fyrir keppni, en svona er þetta,“ sagði Ásdís. Hún hefði þurft að ná sínu besta kasti á árinu og vera nálægt Íslandsmeti sínu, sem er 62,77 metrar, til þess að komast í úrslit.

Ítarlega er rætt við Ásdísi í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert