Arnar Helgi setti tvö Íslandsmet

Arnar Helgi við æfingar í Coventry en þar dvaldi hann …
Arnar Helgi við æfingar í Coventry en þar dvaldi hann við bæði æfingar og keppni.

Arnar Helgi Lárusson kom á dögunum heim til Íslands með tvö ný og glæsileg Íslandsmet í hjólastólakappakstri, wheelchair racing. Arnar keppti á Godiva Classic mótinu í Coventry á Englandi en veðurskilyrði á keppnisdögum voru ekki sérlega hagstæð og fella varð niður keppni í 200 metra kappakstri.

Í 5.000 metra kappakstri kom hann í mark á tímanum 15:39,85 mínútum og bætti Íslandsmet sitt sem áður var 16:50,81 mínútur.

Í 100 metra kappakstri kom hann í mark á tímanum 17,77 sekúndum, en áður átti hann Íslandsmetið 18,39 sekúndur. Arnar hafnaði í öðru sæti í 100 metrunum og varð sjöundi í 5.000 metra kappakstri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert