Usain Bolt í sögubækur hlaðinn gulli

Usain Bolt er engum líkur.
Usain Bolt er engum líkur. AFP

Spretthlauparinn Usain Bolt skráði sig á spjöld sögunnar í dag þegar hann tryggði Jamaíku heimsmeistaratitilinn í 4x100 metra spretthlaupi á HM í Peking.

Þetta voru þriðju gullverðlaun hans á mótinu í ár, en áður hafði hann orðið heimsmeistari í 100 og 200 metra hlaupi. Þetta er í þriðja sinn sem Bolt vinnur til þriggja gullverðlauna á heimsmeistaramóti, en hann gerði það einnig í þessum sömu greinum á HM í Berlín árið 2009 og á HM í Moskvu árið 2013.

Bolt er með því sá fyrsti sem nær þessari eftirsóttu gullþrennu þrívegis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert