Djokovic vann brauðstangasigur

Novak Djokovic fagnar sigrinum í dag.
Novak Djokovic fagnar sigrinum í dag.

Novak Djokovic, efsti maður heimslistans í tennis, fór auðveldlega áfram í aðra umferð Opna bandaríska meistaramótsins, síðasta risamóti ársins, eftir sigur á hinum brasiliska Joao Souza í dag.

Djokovic vann svokallaðan brauðstangasigur (e. breadstick), en hann vann öll settin þrjú með sömu niðurstöðu, 6:1. Að líkja slíkum sigri við brauðstangir er eitt af því sem tennisspilarar nota í slangri sínu, en að vinna sett 6:0 kallast til dæmis beyglusigur (e. bagel) þar sem núllinu er líkt við beyglu.

Séu lesendur efins um ofangreind hugtök, og blaðamaður skilur það fullkomlega, má benda á slangurlista tennisíþróttarinnar HÉR þar sem kennir ýmissa grasa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert