Björn með gullmark í fyrsta leik - Stórsigur SA

Menn tókust vel á í Egilshöll í kvöld þegar Björninn …
Menn tókust vel á í Egilshöll í kvöld þegar Björninn og SA mættust. mbl.is/Eggert

Björn Róbert Sigurðarson reyndist hetja Esju þegar liðið vann sigur á Skautafélagi Reykjavíkur með gullmarki í framlengingu, 5:4, í 1. umferð í íshokkí karla í Laugardal í kvöld. Björn hefur leikið í Bandaríkjunum síðustu ár en er kominn heim og farinn að láta til sín taka með hinu unga liði Esju sem er á sínu öðru tímabili.

Segja má að SR hafi kastað frá sér sigrinum því liðið komst í 4:1 í 2. leikhluta. Brynjar Bergmann, sem kom til Esju frá Birninum í sumar, minnkaði muninn fljótlega, en staðan var 4:2 þar til tæplega 12 mínútur voru eftir. Esja nýtti sér þá að vera manni fleiri og Andri Sverrisson skoraði, og Egill Þormóðsson jafnaði svo metin þegar tæpar átta mínútur voru til leiksloka. Hann lagði jafnframt upp gullmarkið sem Björn skoraði, og tryggði Esju tvö stig á meðan að SR fékk eitt.

Mörk/stoðsendingar SR:
Robbie Sigurðsson 1/2
Steinar Páll Veigarsson  1/1
Arnþór Bjarnason 1/1
Miloslav Racansky 1/0

Refsingar SR: 6 mínútur.

Mörk/stoðsendingar UMFK Esja:
Andri Freyr Sverrisson 2/0
Björn Róbert Sigurðarson ½
Egill Þormóðsson 1/1
Brynjar Bergmann 1/0
Ólafur Hrafn Björnsson 0/2

Refsingar UMFK Esju: 16 mínútur

Skautafélag Akureyrar hóf titilvörn sína með látum þegar liðið vann Björninn í Egilshöll, 5:0. Sigurður Reynisson skoraði eina markið í fyrsta leikhluta. Þjálfarinn Jussi Sipponen, sem kom til félagsins í sumar, bætti við marki í öðrum leikhluta og Hafþór Sigrúnarson, sem lék síðasta vetur í efstu deild unglinga í Svíþjóð, kom SA í 3:0.

Í þriðja og síðasta leikhlutanum bætti Sigurður við sínu öðru marki og Heiðar Örn Kristveigarson innsiglaði svo sigurinn.

Refsingar Björninn: 37 mínútur.

Mörk/stoðsendingar SA:
Jussi Sipponen 1/2
Sigurður Reynisson 1/1
Sigurður S. Sigurðsson 1/0
Heiðar Örn Kristveigarson 1/0
Jón B. Gíslason 0/1
Björn Már Jakobsson 0/1

Refsingar SA: 8 mínútur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert