Aldrei fleiri lyfjapróf

Sebastian Coe, forseti alþjóða frjálsíþróttasambandsins, IAAF.
Sebastian Coe, forseti alþjóða frjálsíþróttasambandsins, IAAF. AFP

Alls voru tekin 1.405 lyfjapróf af ýmsum gerðum af keppendum á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum sem stóð yfir í Peking í síðustu viku og lauk á sunnudag.

Alþjóða frjálsíþróttasambandið segir að ekki hafi verið tekin fleiri lyfjapróf á nokkrum íþróttaviðburði frá því að heimsmeistaramótið fór fram í Moskvu fyrir tveimur árum.

Rannsóknum á öllum sýnum er ekki að fullu lokið enda sum þeirra flókin en sem stendur hafa aðeins tveir íþróttamenn fallið, Keníumennirnir Joyce Zakary and Koki. iben@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert