Sálfræðingur til liðs við Leikmannasamtök Íslands

Kristinn Björgúlfsson er framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands.
Kristinn Björgúlfsson er framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Leikmannasamtök Íslands hafa fengið Hreiðar Haraldsson til liðs við sig og mun hann annast íþróttasálfræðiráðgjöf fyrir samtökin.

Hreiðar er með BS-gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í íþróttasálfræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð.

Hreiðar starfar hjá Gáska sjúkraþjálfun í Mjódd þar sem hann tekur á móti íþróttafólki og veitir því hvers kyns ráðgjöf, fræðslu og þjálfun á andlegum þáttum. Leikmannasamtök Íslands eru einnig í samstarfi við Gáska.

Nánar má lesa um málið á heimasíðu Leikmannasamtakanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert