Meiri sóðaskapur hjá IAAF?

Lamine Diack, fyrrverandi forseti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, IAAF.
Lamine Diack, fyrrverandi forseti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, IAAF. AFP

Búast má við að væntanleg skýrsla Alþjóða lyfjaeftirlitsins, WADA, á málefnum Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, IAAF, verði þungur dómur yfir IAAF og ekki síst fyrrverandi forseta þess, Lamine Diack. WADA ákvað að setja af stað ítarlega rannsókn á málefnum IAAF eftir að upp komst um stórkostlega lyfjamisnotkun rússneskra frjálsíþróttamanna í haust og að það hefði átt sér stað með vitund einhverra stjórnenda IAAF.

Dick Pound, sem fer fyrir nefndinni, sagði í gær að niðurstöður skýrslunnar væru sláandi og ljóst væri að lyfjamisnotkunin hefði verið víðtækari. Skýrslan væri slæmur vitnisburður um fyrri stjórnendur IAAF. Diack sagði af sér sem forseti í sumar áður en lyfjamál Rússa komust í hámæli. Á dögunum sagði hann sæti sínu lausu sem heiðursstjórnarmaður IAAF. Skýrslan verður ekki kynnt fyrr en í janúar en Pound sagði í gær að niðurstöður hennar væru sláandi. Vinnu við skýrsluna er að mestu lokið. iben@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert