Tap hjá HK í Evrópukeppninni

Lið HK.
Lið HK.

Karlalið HK í blaki tapaði fyrir norska liðinu BK Tromsö, 3:0, í fyrsta leik sínum á norður Evrópumóti félagsliða í Tromsö í kvöld.

BK Tromsö vann fyrstu hrinuna, 25:15, aðra hrinuna, 25:9 og þriðju hrinuna, 28:26.

Taugaveiklun og óöryggi einkenndi spil HK í fyrstu tveim hrinunum og móttakan komst ekki á skrið gegn erfiðum uppgjöfum Norðmannanna.  Í þriðju hrinunni var allt annað að sjá til HK-liðsins. Það náði að koma móttökunni í lag og spila flottar sóknir en því miður náðist ekki sigur í þeirri hrinu sem fór í upphækkun og endaði 28:26.  

Fyrirliði HK, Lúðvík Már Matthíasson, valinn besti leikmaður HK í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert