Kúluvarpsmót í Höllinni

Óðinn Björn Þorsteinsson er meðal lærisveina Péturs Guðmundssonar.
Óðinn Björn Þorsteinsson er meðal lærisveina Péturs Guðmundssonar. mbl.is/Golli

Pétur Guðmundsson, Íslandsmethafi í kúluvarpi bæði innanhúss og utanhúss, stendur í dag fyrir kúluvarpsmóti í Laugardalshöll í tilefni þess að í ár eru 25 ár liðin frá því hann setti Íslandsmetin.

Met Péturs innanhúss er 20,66 metrar, sem hann setti í Reiðhöllinni í nóvember 1990, og Íslandsmet hans utanhúss er 21,26 metrar, sem hann setti í Mosfellbæ það sama ár.

Pétur er þjálfari hjá ÍR og nokkrir af lærisveinum hans munu taka þátt í mótinu og þar á meðal er Óðinn Björn Þorsteinsson. Hann hefur kastað lengst innahúss 20,22 metra og utanhúss 19,83 metra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert