Ótrúlegt hvað við styðjum lítið

Hafdís Sigurðardóttir þarf líkt og flest íslenskt afreksíþróttafólk að leggja …
Hafdís Sigurðardóttir þarf líkt og flest íslenskt afreksíþróttafólk að leggja mikið á sig til að brúa bilið á milli styrkja og hinnar raunverulegu fjárþarfar. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Það er ótrúlegt hvað þú styður marga þegar þú spilar í lottói. Það sem er samt enn ótrúlegra er hvað þú styður þá lítið.

Nýútkomin skýrsla vinnuhóps á vegum ÍSÍ, þar sem fjallað er um kostnað vegna afreksíþróttastarfs á Íslandi, sýnir alla vega svart á hvítu að við, Íslendingar, verjum skammarlega lágum fjárhæðum til afreksíþróttastarfs.

Allt í lagi, það er kannski ekki alveg sanngjörn fullyrðing. Með hjálp öflugra og góðra einkafyrirtækja hefur ástandið að ákveðnu leyti verið þolanlegt. Og þessi fyrirtæki eru vissulega rekin af Íslendingum. En það fjármagn sem við Íslendingar, í gegnum ríkið, látum af hendi til afreksíþróttastarfs, að hluta til með hlutdeild íþróttahreyfingarinnar í lottótekjum, er skammarlegt. Og það er ekki vegna þess að við séum svo fá. Það er vegna skorts á vilja hjá stjórnvöldum, eða hugsanlega almenningi, til að gera alvöru bragarbót á.

Sjá viðhorfsgrein Sindra Sverrissonar í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert