Tvöfaldur sigur JR í sveitakeppninni

Sigursveit JR í karlaflokki.
Sigursveit JR í karlaflokki. Ljósmynd/JSÍ

Sveitir JR fögnuðu sigri í bæði karla- og kvennaflokki í sveitakeppni Júdósambands Íslands í Laugardalshöllinni í gær.

Alls tóku sex sveitir þátt í karlaflokki og tvær í kvennaflokki. Í sveitakeppninni eru allt að fimm keppendur í hverri sveit, í mismunandi þyngdarflokkum, og var keppnin jöfn og spennandi. Það voru sveitir JR og Draupnis sem kepptu til úrslita báðum flokkum. Í kvennaflokki vann reynslumikil sveit JR nokkuð öruggan sigur á ungu og efnilegu liði Draupnis, með fjórum vinningum gegn engum.

Í karlaflokki var spennan hins vegar mikil, en þar vann JR sigur með þremur vinningum gegn tveimur. Sveitir Selfoss og JR-B urðu í þriðja sæti.

Sigursveit JR í kvennaflokki.
Sigursveit JR í kvennaflokki. Ljósmynd/JSÍ
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert