Fádæma heiðarleiki íþróttamanns (myndskeið)

Lleyton Hewitt, til vinstri, endaði á að vinna leikinn og …
Lleyton Hewitt, til vinstri, endaði á að vinna leikinn og þakkar hér Jack Sock fyrir einvígið. AFP

Það er ekki oft sem íþróttamenn sýna af sér viðlíka heiðarleika og tenniskappinn Jack Sock gerði í einliðaleik sínum gegn Lleyton Hewitt í Ástralíu á dögunum.

Hewitt átti þá uppgjöf sem hann taldi hafa farið út fyrir vallarmörk, en tenniskappar fá tvær tilraunir til uppgjafar. Leikmenn geta beðið um að gripið sé til myndbandsupptöku til þess að skera úr um umdeild mál, en í þetta sinn virtist Hewitt vonlítill um að boltinn hafði verið inni.

Andstæðingurinn Sock hvatti hann hins vegar til þess að láta skoða atvikið nánar því hann taldi boltann hafa verið inni. Kom það svo greinilega í ljós og Hewitt fékk því stigið, en atvikið má sjá hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert