Laun Gylfa enn í sérflokki

Gylfi Þór Sigurðsson er hæstur á listanum yfir launahæstu atvinnumenn …
Gylfi Þór Sigurðsson er hæstur á listanum yfir launahæstu atvinnumenn Íslands í íþróttum. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Tímaritið Áramót sem kom út 30. desember síðastliðinn birti lista yfir 20 launahæstu íslensku atvinnumennina í íþróttum. Aðeins þrír íþróttamenn eru á listanum sem ekki eru knattspyrnumenn.

Guðjón Valur Sigurðsson, handknattleiksmaður sem leikur með Barcelona, er þeirra launahæstur og þar á eftir koma Aron Pálmarson, handknattleiksmaður sem leikur með ungverska stórliðinu Veszprém, og Jón Arnór Stefánsson, körfuknattleiksmaður sem leikur með Valencia. 

Athygli vekur að þrír leikmenn sem gengu til liðs við kínversk félög á árinu eru allir í efstu sex sætum listans yfir launahæstu knattspyrnumenn landsins. Á meðal þeirra er Eiður Smári Guðjohnsen sem gekk til liðs við kínverska úrvalsdeildarliðið Shijiazhuang Ever Bright á árinu sem er með um 110 milljónir í árslaun.

Efstur á listanum er Gylfi Þór Sigurðsson með 480 milljónir króna í árslaun og á eftir honum koma samherjar hans í íslenska landsliðinu þeir Alfreð Finnbogason með 160 milljónir og Kolbeinn Sigþórsson með 150 milljónir. 

Listi yfir launahæstu atvinnumenn Íslands í íþróttum.
Listi yfir launahæstu atvinnumenn Íslands í íþróttum. Ljósmynd / vb.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert