Annað met hjá Hilmari Erni

Hilmar Örn Jónsson í sleggjukasti á liðnu sumri.
Hilmar Örn Jónsson í sleggjukasti á liðnu sumri. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

FH-ing­ur­inn Hilm­ar Örn Jóns­son bætti í gærkvöldi eigið Íslandsmet í lóðkasti á háskólamóti í Bandaríkjunum. Lóðinu, sem er 15,88 kg, kastaði Hilmar Örn 20,25 metra og hafnaði hann í sjötta sæti. 

Kastsería Hilmars Arnar var góð, 19,90 - 20,09 - 19,68 - ógilt, 20,25 - 20,08.

Hilmar Örn setti Íslandsmet í greininni fyrir hálfum mánuði, 19,91 metra, á sínu fyrsta móti ytra. 

Sérgrein Hilmars Arnar er sleggjukast en ekkert er keppt í þeirri grein innandyra af skiljanlegum ástæðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert