Þróttur vann Þrótt

Leikmenn Þróttar Nes fagna eftir sigurinn í dag.
Leikmenn Þróttar Nes fagna eftir sigurinn í dag. Ljósmynd/Borja González

Þróttur Neskaupstað vann Þrótt Reykjavík í þremur hrinum gegn einni í Mizunadeild kvenna í blaki en leikið var í Neskaupstað í dag. 

Þróttur Nes vann tvær fyrstu hrinur leiksins nokkuð létt, 25:13 og 25:13 og voru gestirnir í vandræðum með móttökuna.  Heimaliðið var í góðri stöðu í þriðju hrinu en of mörg misstök urðu til þess að það  missti góða stöðu niður í tap, 25:23.  Lið Þróttar Nes lét þetta ekki slá sig út af laginu heldur vann fjórðu og síðustu hrinuna, 25:19, og leikinn þar með 3:1 í hrinum talið. 

Lang stigahæsti leikmaðurinn í leiknum var spænski leikmaður Þróttar Nes, Ana María Vidal, með 33 stig, 13 stig voru skoruð beint úr uppgjöf.  Næst stigahæst var María Rún Karlsdóttir með 16 stig.

Stigahæsti leikmaður Reykjavíkur Þróttar var Sunna Þrastardóttir með 13. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert