Fjöldi mótsmeta á Stórmóti ÍR

Frá stórmóti ÍR í dag.
Frá stórmóti ÍR í dag. Árni Sæberg

20. Stórmót ÍR hófst í Laugardalshöll í gær og fór glæsilega af stað. Fjöldi mótsmeta var settur og þá voru einnig fjölmargir íþróttamenn sem bættu sig.

Arna Stefanía Guðmundsdóttir úr FH bar sigur úr býtum í 60 metra grindahlaupi kvenna en hún hljóp á 8,68 sekúndum.

Kolbeinn Höður Gunnarsson úr FH vann sigur í 60 metra hlaupi þegar hann hljóp á 6,98 sekúndum. 

Frá Stórmóti ÍR í gær.
Frá Stórmóti ÍR í gær. Árni Sæberg

Steinunn Erla Davíðsdóttir úr UFA vann í kvennaflokki á 7,88 sekúndum en hún var einum hundraðasta úr sekúndu fljótari en Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR.

Helga Þóra Sigurjónsdóttir úr Fjölni vann hástökk kvenna þegar hún fór yfir 1,68 metra. 

Í stangarstökki vann Hulda Þorsteinsdóttir úr ÍR öruggan sigur þegar hún fór yfir 4,05 metra og rúmum hálfum metra hærra en Bogey Ragnheiður Leósdóttir úr ÍR sem varð í 2. sæti, sem fór yfir 3,5 metra.

Í þrístökki kvenna vann Helga Jóna Svansdóttir þegar hún stökk 10,34 metra.

Í langstökki karla vann Tristan Freyr Jónsson úr ÍR sigur en hann stökk 6,97 metra.

Í þrístökki karla vann Tórur Mortensson úr Hvirlan með stökki upp á 14,45 metra. Bjarki Rúnar Kristinsson úr Breiðabliki varð í 2. sæti með stökk upp á 14,48 metra.

Í kúluvarpi karla vann Óðinn Björn Þorsteinsson úr ÍR með kasti upp á 18,92 metra. 

Í 1500 metra hlaupi karla vann Julian Gregersen úr Treysti  frá Færeyjum á 4:11, 21 sekúndum en Hugi Harðarson úr Fjölni kom næstur á 4:14,90.

Í 1500 hlaupi kvenna vann Rebekka Fuglsö úr Treysti á 4:36,19 mínútum en Gígja Gunnlaugsdóttir úr ÍR varð í 2. sæti á 5:22,86.

Helga Guðný Elíasdóttir úr Fjölni var eini keppandinn í 3000 metra hlaupi kvenna og hljóp á 10:53,47 mínútum.

Í 3000 metra hlaupi karla vann Bjartmar Örnuson á 9:20,19 en Þórólfur Ingi Sigurðsson varð fyrstur Íslendinga í 3. sæti á 9.26,10 mínútum. 

Kolbeinn Höður fagnar sigrinum í gær.
Kolbeinn Höður fagnar sigrinum í gær. Árni Sæberg
Frá Stórmóti ÍR í gær.
Frá Stórmóti ÍR í gær. Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert