Zika ógn fyrir Ólympíuleikana í Ríó?

Moskítóflugan sem ber Zika veiruna.
Moskítóflugan sem ber Zika veiruna. AFP

Ólympíunefnd Bandaríkjanna segir að það íþróttafólk, þjálfarar eða forystufólk íþróttahreyfingarinnar sem óttist zika-veiruna skuli íhuga vel hvort það vilji taka þátt í Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu í sumar.

Veiran er útbreidd í Brasilíu og og er sérstaklega varasöm fyrir barnshafandi konur, og þær sem hyggja á barneignir fljótlega, því hún getur valdið fósturskaða.

Donald Anthony, formaður bandaríska skylmingasambandsins, sagði við fréttamenn að þetta væru skilaboðin sem ólympíunefndin hefði komið á framfæri á fundi með sérsamböndum landsins í lok janúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert