Hætta Keníamenn við að fara til Ríó?

Sveitin frá Kenía sem setti heimsmet.
Sveitin frá Kenía sem setti heimsmet. AFP

Vel kemur til greina að Kenía sendi ekki keppendur á Ólympíuleikana í Ríó síðar á þessu ári. Forsvarsmaður ólympíunefndar Kenía segir að ekki verið tekin minnsta áhætt að senda íþróttamenn til leikanna vegna zika-veiruna sem breiðst hefur út í Brasilíu og í fleiri löndum. 

„Við fylgjumst grannt með framvindu veirunnar. Það er alveg skýrt að við tökum enga áhættu með okkar fólk,“ sagði Kipchoge Keino í samtali við fjölmiðla í Kenía. 

Skarð verður fyrir skildi ef Keníamenn taka ekki þátt í Ólympíuleikunum þar sem margir af bestu langhlaupurum heims eru kenískir. 

Á dögunum sögðu forsvarsmenn ólympíunefnda Bandaríkjanna og Ástralíu að þau fylgdust grannt með framvindur zika-veiruna. Ólymp­íu­nefnd Banda­ríkj­anna seg­ir að það íþrótta­fólk, þjálf­ar­ar eða for­ystu­fólk íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar sem ótt­ist zika-veiruna skuli íhuga vel hvort það vilji taka þátt í Ólymp­íu­leik­un­um í Ríó í Bras­il­íu í sum­ar. Ástralska ólympíunefndin hefur tekið í sama streng. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert