Hraust kona í gömlu karlaveldi

Fanney Hauksdóttir í bekkpressu.
Fanney Hauksdóttir í bekkpressu. mbl.is/Styrmir Kári

Árið 2016 gæti orðið lærdómsríkt fyrir afrekskonuna Fanneyju Hauksdóttur en hún hefur skarað fram úr í bekkpressu í flokki 23 ára og yngri á heimsvísu. Á þessu ári gengur hún upp í fullorðinsflokk og keppir þá í sínum þyngdarflokki, -63 kg flokki. Margt er á döfinni í vor en þá kemur Fanney til með að keppa á Evrópumeistaramóti á heimavelli í byrjun apríl og í framhaldinu verður heimsmeistaramót í bekkpressu í Danmörku.

„Í fyrra vann ég -63 kg flokkinn á EM og það er helsta viðmiðið sem ég hef í fullorðinsflokki. Hins vegar veit maður aldrei hverjir mæta til leiks frá móti til móts. Í fyrra var til að mynda ein frá vegna meiðsla sem er mjög sterk. Ég veit af konum sem eru miklu betri en ég sem gætu verið með á HM. Ég verð því að nota þetta ár til að sjá hvar ég stend. Ég er búin að vinna heimsmeistaratitil í unglingaflokki og verja hann. Þetta er einnig spennandi staða að ganga upp í annan flokk því ég veit ekki almennilega hvað ég er að fara út í,“ sagði Fanney þegar Morgunblaðið kannaði hvernig árið liti út hjá henni. Hún hefur sett aukinn þunga í æfingar eftir áramót með það fyrir augum að toppa með vorinu þegar stórmótin eru á dagskrá.

Sjá  viðtalið í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert