Óánægja í Danmörku með fánabera

Caroline Wozniacki verður fánaberi Dana á Ólympíuleikunum í Ríó í …
Caroline Wozniacki verður fánaberi Dana á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar. Ekki eru allir á eitt sáttur við þá ákvörðun. AFP

Nokkurrar óánægju gætir meðal danskra íþróttamanna með þá ákvörðun danska ólympíusambandsins að tenniskonan Caroline Wozniacki verði fánaberi Dana á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar. Tilkynnt var um valið á Wozniacki um síðustu helgi.

Nú hafa nokkrir íþróttamenn risið upp á afturfæturna og lýst yfir undrun sinni yfir valinu. Riffilskyttan Stine Nielsen er meðal þeirra sem sett hefur spurningamerki við valið á tennisstjörnunni. Nielsen segir undarlegt hversu snemma það er ákveðið hver beri fánann auk þess sem Wozniacki sé ekki komin með keppnisrétt á leikunum. „Þessu til viðbótar þá tel ég að fánaberi okkar á Ólympíuleikum eigi að vera íþróttamaður sem hafi unnið til verðlaun á Ólympíuleikum," segir Nielsen og bætir við. „Wozniacki er hinsvegar íþróttastjarnan í Danmörku og vel þekkt um allan heim. Það ræður vafalaust miklu í þessu vali," segir Nielsen. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert