Fossavatnsgangan hafin, norskur og pólskur sigur

Skautastart í 25 km göngunni.
Skautastart í 25 km göngunni. Ljósmynd/Hólmfríður Vala Svavarsdóttir

Rúnar Skaug Mathisen frá Noregi og Justyna Kowalczyk frá Póllandi sigruðu í 25 km skíðagöngu með frjálsri aðferð, fyrstu grein Fossavatnsgöngunnar árlegu sem hófst á Ísafirði í dag.

Alls mættu 85 keppendur til leiks og var keppnin æsispennandi en stutt var á milli efstu manna.

Mathisen sigraði á 1 klukkustund, 5,26 mínútum, Andrreas Sauge frá Noregi varð annar á 1 klukkustund, 5,33 mínútum, og Markus Ottosson frá Svíþjóð varð þriðji á 1 klukkustund, 6,01 mínútum. Fyrstur Íslendinga var Brynjar Leó Kristinsson á tímanum 01:07:05

Kowalczyk sigraði í kvennaflokki með yfirburðum á 1 klukkusstund, 9,29 mínútum. Anna María Daníelsdóttir varð önnur á 1:22,22 og Mari Marttinen frá Finnlandi varð þriðja á 1:27,26.

Myndarlegur hópur yngstu keppendanna var einnig mættur til leiks í fjölskyldu-Fossavatnsgöngunni, auk þess sem 25 manns kepptu í 5 km göngu. 

Þrjár fyrstu í kvennaflokki.
Þrjár fyrstu í kvennaflokki. Ljósmynd/Hólmfríður Vala Svavarsdóttir
Þrír fyrstu í karlaflokki.
Þrír fyrstu í karlaflokki. Ljósmynd/Hólmfríður Vala Svavarsdóttir
Fjölskyldugangan
Fjölskyldugangan Ljósmynd/Hólmfríður Vala Svavarsdóttir
Rúnar Skaug Mathisen kemur fyrstur í mark í karlaflokki.
Rúnar Skaug Mathisen kemur fyrstur í mark í karlaflokki.
Justyna Kowalczyk kemur langfyrst mark í kvennaflokki.
Justyna Kowalczyk kemur langfyrst mark í kvennaflokki.
Hópur yngstu keppendanna sem mætti í 5 km gönguna.
Hópur yngstu keppendanna sem mætti í 5 km gönguna.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert