Sparkað úr liðinu vegna grasreykinga

Unglingspiltarnir fá ekki að keppa með japanska landsliðinu fyrir ólympíuleikana …
Unglingspiltarnir fá ekki að keppa með japanska landsliðinu fyrir ólympíuleikana 2018. AFP

Tveir japanskir unglingspiltar hafa fengið bann frá allri snjóbrettakeppni í heimalandinu eftir að örlítil merki um neyslu fundust í hári þeirra þegar þeir komu til Japans frá Bandaríkjunum.

Samkvæmt skíðasambandi Japans viðurkenndi annar piltanna að hafa reykt kannabisefni í Colorado í Bandaríkjunum, en þar er neysla efnanna leyfð að því gefnu að viðkomandi sé yfir 21 árs gamall.

Báðir piltarnir hafa verið bannaðir um óákveðinn tíma frá allri keppni og sparkað út úr japanska liðinu. Það þýðir að þeir geta ekki keppt á vetrarólympíuleikunum árið 2018. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert