Sunna orðin atvinnumaður í MMA

Sunna Rannveig Davíðsdóttir
Sunna Rannveig Davíðsdóttir Ljósmynd/Baldur Kristjánsson

Sunna Rannveig Davíðsdóttir, bardagakona úr Mjölni, varð í dag fyrsta íslenska konan sem er atvinnumaður í blönduðum bardagaíþróttum, MMA.

Sunna skrifaði undir atvinnumannasamning við Invicta Fighting Championships sem er stórt bardagasamband í Bandaríkjunum og gerði hún langtímasamning. Það eru eingöngu konur sem keppa hjá þessu bardagasambandi en sterk tengsl eru á milli Invicta og UFC. 

Sunna, sem er 30 ára, er meðlimur í keppnisliði Mjölnis og hefur barist 6 sinnum sem áhugamaður í MMA og sigrað 5 af þeim viðureignum. Sunna er jafnframt þrefaldur Íslandsmeistari í brasilísku jiu-jitsu og er núverandi handhafi gullverðlauna frá Evrópumeistaramótinu í sömu íþrótt í sínum flokki. Jafnframt er hún ríkjandi Evrópumeistari áhugamanna í MMA í sínum þyngdarflokki.

Sunna er fyrsta íslenska konan sem skrifar undir atvinnumannasamning í …
Sunna er fyrsta íslenska konan sem skrifar undir atvinnumannasamning í blönduðum bardagaíþróttum. Ljósmynd/Baldur Kristjánsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert