Svíi og Pólverji sigruðu á Ísafirði

Elsa Guðrún Jónsdóttir
Elsa Guðrún Jónsdóttir Ljósmynd/Einar Þór Bjarnason

Sigurvegararnir í 50 km vegalengdinni Fossavatnsgöngunni á Ísafirði í dag komu frá Svíþjóð og Póllandi. Albert Jónsson og Íslandsmeistarinn Elsa Guðrún Jónsdóttir urðu fyrst Íslendinga. 

Svíinn Markus Ottosson sigraði hjá körlunum á 2:24,29 klst en Albert sem varð fyrstur Íslendinga hafnaði í 6. sæti á 2:52,33 klst. 

Heims- og Ólympíumeistarinn Justina Kowalczyk frá Póllandi sigraði í kvennaflokki á 2:40,41 klst en Elsa hafnaði í 3. sæti 3:22,20 klst. Stella Hjaltadóttir fyrrverandi Íslandsmeistari varð í 5. sæti á 3:31,57 klst. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert