Fótbrot Eiðs Smára eru kaflar í hetjusögu

Eiður Smári Guðjohnsen missti aldrei sjónar á takmarki sínu og …
Eiður Smári Guðjohnsen missti aldrei sjónar á takmarki sínu og vann sig út úr fótbroti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þegar leiði og andleg þreyta sækir að afreksíþróttafólki ætti það að taka sér góðan tíma til umhugsunar áður en það tekur stórar og afdrifaríkar ákvarðanir.

Hrafnhildur Lúthersdóttir, þrefaldur verðlaunahafi frá Evrópumeistaramótinu í sundi, tjáði Morgunblaðinu í nóvember á síðasta ári að hún hefði velt því fyrir sér árið 2013 að hætta keppni.

„Fyrir um tveimur til þremur árum átti ég frekar erfitt tímabil og var við það að hætta. Núna gæti ég þess vegna hugsað mér að halda áfram eftir leikana í Ríó ef ég stend mig vel þar. Ég held reyndar að sundfólk lendi oft í því að fá leiða á vissum tímabilum eins og eftir stórkeppnir. Margt af besta sundfólki heims þekkir þetta. Ég er með frábært fólk í kringum mig og flottan þjálfara sem hvöttu mig til að halda áfram og sáu til þess að ég er enn að,“ sagði Hrafnhildur fyrir áramót. Hún tók rétta ákvörðun.

Sjálfsagt er enginn heimsendir fyrir fólk að hætta keppnisíþróttum. Lífið heldur áfram og við taka nýjar áskoranir. En hafi fólk staðið lengi í þeim slag að reyna að komast í fremstu röð er öruggt að viðkomandi vill ekki fara á mis við að upplifa afrek og góðan árangur.

Ég er á því að afreksíþróttafólk eigi aldrei að taka ákvarðanir um hvort hætta eigi, eða halda áfram, um leið og keppnistímabili lýkur. Hef ég ósjaldan átt samtöl við íþróttafólk sem er komið með upp í kok af álaginu og viðverunni þegar keppnistímabili er að ljúka.

Sjá viðhorfsgrein Kristjáns Jónssonar í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert