Ágústa og Hafsteinn unnu á Þingvöllum

Frá keppninni á Þingvöllum.
Frá keppninni á Þingvöllum.

Hafsteinn Ægir Geirsson og Ágústa Edda Björnsdóttir sigruðu í hinni árlegu Þingvallakeppni í götuhjólreiðum sem fram fór í gær en hún er eitt af bikarmótum Hjólreiðasambands Íslands.

Um 120 keppendur voru ræstir í þurrviðri en smá golu og voru hjólaðir 17 km hringir um þjóðgarðinn á Þingvöllum, mismunandi margir eftir flokkum.

Í A-flokki kvenna var baráttan hörð og jöfn fram að síðasta hring en þegar á hann leið sleit Ágústa Edda Björnsdóttir sig frá hópnum og sigraði örugglega á tímanum 2:04:01 klukkustundir. Í kjölfar hennar komu nánast samhliða í spennandi endaspretti þær Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir sem lenti í 2. sæti á tímanum 2:04:12 og Kristín Edda Sveinsdóttir sem lenti í því þriðja á tímanum 2:04:13.

Í A-flokki karla var æsispennandi lokasprettur þar sem Hafsteinn Ægir Geirsson sigraði með sjónarmun, en hann og Ingvar Ómarsson voru skráðir báðir með tímann 2:07:36 klukkustundir. Í þriðja sæti var Óskar Ómarsson á 2:07:36.

Frá keppninni á Þingvöllum.
Frá keppninni á Þingvöllum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert