„Yrði áfall aldarinnar“

Ensku stuðninigsmennirnir eru í ham í Nice.
Ensku stuðninigsmennirnir eru í ham í Nice. mbl.is/Viðar Guðjónsson

Enskir stuðningsmenn eru flestir kokhraustir fyrir leik Íslands og Englands i kvöld.

Bræðurnir James og Jack Stimson og Steve Bremley eru meðal þeirra og segjast búast við sigri sinna manna en það kæmi þeim þó ekki á óvart ef Englendingar yrðu nokkurn tíma að finna leið í gegnum íslensku vörnina.

„Það yrði áfall aldarinnar ef Englendingar töpuðu. Það er mikil ólga í samfélaginu vegna þess að England er að yfirgefa Evrópusambandið og ég er ekki viss um að samfélagið myndi geta staðist álagið ef England tapar þessum leik líka,“ segir Steve og hinir tveir taka undir. 

 Þekkja leikmenn vel

Þeir þekkja alla leikmenn íslenska liðsins sem spilað hafa með enskum liðum og blaðamanni kom á óvart hversu vel að sér um íslenskan fótbolta þeir eru og þeir töldu nokkurn veginn upp alla íslenska leikmenn sem spilað hafa með enskum liðum undanfarin 15 ár.  „Við sáum Ísland Ungverjaland. Ísland stóð sig ágætlega þar en Englendingar eru betri,“ segir Jack og hlær.

Þremenningarnir koma frá Oxford en þeir voru einnig á leik Englands og Rússlands í Marseille þar sem mikil átök brutust út á milli stuðningsmanna liðanna. „Við sáum svolítið af átökum og það verður að segjast að Rússarnir báru ábyrgð á þessu,“ segir James.  

Jack og James á endunum með Steve á milli sín. …
Jack og James á endunum með Steve á milli sín. Þeir eru vissir um sigur sinna manna.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert