Phelps fer á fimmtu Ólympíuleikana

Sigursælasti sundmaður sögu Ólympíuleikanna, Michael Phelps, tryggði sér í gærkvöld keppnisrétt á sínum fimmtu Ólympíuleikum þegar hann vann 200 m flugsund á bandaríska meistaramótinu í sundi. 

Phelps vann sér inn keppnisrétt í sömu grein á Ólympíuleikunum sem fram fóru í Sydney fyrir 16 árum. Sigurganga hans á Ólympíuleikum hófst ekki fyrr en fjórum árum síðar og á leikunum í Peking 2008 vann hann til átta gullverðlauna. 

Alls hefur Phelps unnið til 22 verðlauna á Ólympíuleikum, þar af á hann 18 gullverðlaun. Enginn íþróttamaður hefur oftar sigið á efsta þrep verðlaunapalls á Ólympíuleikum.

Phelps hætti eftir leikana í London fyrir fjórum árum en tók upp þráðinn á ný við æfingar fyrir tveimur árum. Hann er 31 árs gamall.

Michael Phelps á fullri ferð í flugsundkeppninni í gærkvöldi á …
Michael Phelps á fullri ferð í flugsundkeppninni í gærkvöldi á bandaríska meistaramótinu í sundi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert