Opnar bann Rússa leið Ásgeirs til Ríó?

Ásgeir Sigurgeirsson gæti verið á leiðinni til Ríó.
Ásgeir Sigurgeirsson gæti verið á leiðinni til Ríó. mbl.is/Golli

Alþjóða ólympíunefndin mun á sunnudaginn kemur opinbera ákvörðun sína um þátttöku rússneskra íþróttamanna á ólympíuleikunum sem hefjast í Ríó í Brasilíu 5. ágúst næstkomandi. Þar ræðst það rússneskir íþróttamenn muni taka þátt á ólympíuleikunum, en ákvörðunin gæti haft áhrif á það hvort Ásgeir Sigurgeirsson fái sæti á leikunum eður ei.

Ásgeir var nálægt því að tryggja sér sæti á ólympíuleikunum. Fari það svo að rússneskum íþróttamönnum verði meinuð þátttaka á leikunum og ákveðið verður að úthluta sætum Rússa til annarra þjóða í skotfimi munu um það bil 20 sæti losna í greininni. Mögulegt bann Rússa frá ólympíuleikunum gæti því opnað leið fyrir Ásgeir inn á leikana í Ríó. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert