Tilbúinn ef kallið kemur

Ásgeir Sigurgeirsson á ÓL í London fyrir fjórum árum.
Ásgeir Sigurgeirsson á ÓL í London fyrir fjórum árum. mbl.is/Golli

„Það er skrýtið að vonast eftir óförum annarra en það væri frábært ef ég fengi að fara. Á hinn bóginn er lítið sem ég get gert til að hafa áhrif á ákvörðunina þannig að ég er lítið að stressa mig yfir þessu. En ég er tilbúinn ef kallið kemur,“ segir Ásgeir Sigurgeirsson, landsliðsmaður í skotfimi.

Alþjóða ólympíunefndin mun á sunnudaginn kemur opinbera ákvörðun sína um þátttöku rússneskra íþróttamanna á Ólympíuleikunum sem hefjast í Ríó í Brasilíu 5. ágúst næstkomandi. Þá ræðst hvort rússneskir íþróttamenn muni taka þátt á Ólympíuleikunum en ákvörðunin gæti haft áhrif á það hvort Ásgeir fái sæti á leikunum eður ei.

„Mér skilst að það sé ekki búið að taka ákvarðanir um kvótaplássin sem munu myndast, hvort að þeim verði úthlutað aftur eða hvort þau verði látin liggja dauð.“

Ásgeir var nálægt því að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum. Fari það svo að rússneskum íþróttamönnum verði meinuð þátttaka á leikunum og ákveðið verði að úthluta sætum Rússa til annarra þjóða í skotfimi munu um það bil 20 sæti losna í greininni. Mögulegt bann Rússa frá Ólympíuleikunum gæti því opnað leið fyrir Ásgeir inn á leikana í Ríó.

„Það eru tvær leiðir í boði. Annars vegar er úthlutað til næstu manna sem voru á eftir Rússum á þeim mótum sem þeir fengu plássið. Hinsvegar er farið eftir kvótaúthlutun. Þá tekur Alþjóða skotsambandið ákveðin pláss til hliðar fyrir þá sem hafa náð árangri en ekki fengið pláss og ef sú leið verður farin þá kemst ég inn.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert