Helgi hafði betur gegn Norðmanninum

Helgi Sveinsson, spjótkastari úr Ármanni, sigraði norskan keppinaut sinn Runar Steinstad á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum á Þórsvellinum á Akureyri nú undir kvöldið. 

Helgi átti þrjú köst yfir 50 metra og kastaði lengst 51,11 metra. Hann og Steinstad voru þó báðir nokkuð óöruggir í bleytunni á Akureyri í dag en þeir keppa með gervifætur og eru á leið á Ólympíumót fatlaðra í Ríó í september. Steinstad fékk brons á síðasta móti, í London 2012, og Helgi er ríkjandi Evrópumeistari og heimsmethafi í flokkum F42, F43 og F44.

„Þetta hefur áhrif. Maður er eitthvað smeykur við þetta þótt maður sé á göddum og eigi að vera í öruggum höndum með búnaðinn,“ sagði Helgi þegar mbl.is ræddi við hann. 

Viðtalið við Helga er að finna í heild sinni í meðfylgjandi myndskeiði. 

Helgi Sveinsson kastar spjótinu á Þórsvellinum í dag.
Helgi Sveinsson kastar spjótinu á Þórsvellinum í dag. Ljósmynd/Páll Jóhannesson
Runar Steinstad og Helgi Sveinsson á Þórsvellinum í dag.
Runar Steinstad og Helgi Sveinsson á Þórsvellinum í dag. Ljósmynd/Páll Jóhannesson
Helgi Sveinsson og Runar Steinstad
Helgi Sveinsson og Runar Steinstad Ljósmynd/ÍF
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert