Guðbjörg og Ívar best í grindahlaupi

Ívar Kristinn Jasonarson á Meist­ara­móti Íslands í frjáls­um á Kópa­vogs­velli …
Ívar Kristinn Jasonarson á Meist­ara­móti Íslands í frjáls­um á Kópa­vogs­velli í des­em­ber 2015. Eva Björk Ægisdóttir

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Ívar Kristinn Jasonarson úr ÍR sigruðu í 400 metra grindahlaupi á Meist­ara­móti Íslands í frjáls­um íþrótt­um á Ak­ur­eyri í dag.

Ívar hljóp á 52,70 sekúndum og bætti þar með sinn besta tíma frá júní sem var 52,99. Þetta er áttundi besti tíminn í grindahlaupi íslenskra karla. 

Guðbjörg sigraði í grindahlaupi kvenna á tímanum 1:02,90. Arna Stefanía Guðmundsdóttir, sem á Íslandsmetið í U-22 ára aldursflokki, þótti sigurstrangleg en tók ekki þátt í hlaupinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert