Rússar mega skylmast í Ríó

Skylmingar eru á meðal keppnisgreina á Ólympíuleikum.
Skylmingar eru á meðal keppnisgreina á Ólympíuleikum. AFP

Alþjóðaskylmingasambandið hefur heimilað Rússum að senda sína skylmingamenn á Ólympíuleikana í Ríó í næsta mánuði.

Alþjóðaólympíunefndin, IOC, fól heimssamböndum hverrar íþróttagreinar fyrir sig að meta hvort rússneskir keppendur á þeirra vegum mættu keppa í Ríó í kjölfar lyfjahneykslisins stóra í Rússlandi.

Samkvæmt Alþjóðaskylmingasambandinu eru allir rússnesku keppendurnir sem skráðir voru til leiks í Ríó með hreinan skjöld og þar með gjaldgengir.

Nú þegar hefur 37 rússneskum íþróttamönnum verið bannað að taka þátt í leikunum, þar á meðal öllu frjálsíþróttafólkinu frá Rússlandi sem hafði unnið sér keppnisrétt þar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert